AK Pure Skin, fyrirtæki hjónanna Kristbjargar Jónasdóttur og Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða í fótbolta, er komið í hóp aðalstyrktaraðila knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri.
Aron er Þórsari í húð og hár en hann hóf meistaraflokksferil sinn með Þór sumarið 2005. Þau Kristbjörg stofnuðu fyrirtækið AK Pure Skin snemma á síðasta ári en það er snyrtivörufyrirtæki. Stuðningur fyrirtækisins mun án efa koma sér vel fyrir Þórsara sem urðu í 6. sæti næstefstu deildar karla í fótbolta á síðasta sumri.
Knattspyrnudeild Þórs og AK Pure Skin hafa undirritað samstarfssamning og er fyrirtækið nú einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar.
— Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) April 16, 2020
AK Pure Skin er húðvörulína þróuð af þeim hjónum Kristbjörgu Jónasdóttur og Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða. pic.twitter.com/5As3tvoJhl