Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 17:35 Frá vettvangi í Úlfarsárdal. Myndin er úr safni. Atvikið átti sér stað 8. desember. Vísir/Friðrik Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira