Hvað sagði Pippen eiginlega við Malone sem tók þann síðarnefnda á taugum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 16:30 Pippen virðist hafa náð til Karl Malone í úrslitum NBA-deildarinnar árið 1997. Jed Jacobsohn /Allsport Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“ Körfubolti NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“
Körfubolti NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum