Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:23 Vanessa Paradis var með Johnny Depp í fjórtán ár. Þar áður var hann með leikkonunni Winona Ryder. Vísir/getty Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann. Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann.
Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53