Mælir með skipulögðu foreldrarölti til að koma í veg fyrir hópamyndun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:02 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54