Innlent

Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nú eru 34 á spítala vegna veirunnar og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær.
Nú eru 34 á spítala vegna veirunnar og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær.

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 12 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Virk smit eru nú 587 talsins og hefur tvennt verið útskrifað af sjúkrahúsi.

Alls eru nú 34 innlagðir og átta á gjörgæslu vegna Covid-19. Þá hefur 1144 manns batnað af veikinni. 1800 einstaklingar í sóttkví og 587 í einangrun. 17.093 manns hafa lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 38.204 manns. Alls hafa átta látist af völdum sjúkdómsins hér á landi.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir verða á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. Þá verða Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Silja Ingólfsdóttir frá Rauða krossinum gestir fundarins, sem verður í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í kerfum Vodafone og Símans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×