Vigdísi komið á óvart með fallega útsettum afmælissöng Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 13:00 Vigdís Finnbogadóttir steig út á svalir í morgun þegar henni var komið á óvart með afmælissöng. vísir/Egill Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira