Vigdísi komið á óvart með fallega útsettum afmælissöng Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 13:00 Vigdís Finnbogadóttir steig út á svalir í morgun þegar henni var komið á óvart með afmælissöng. vísir/Egill Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Í tilefni dagsins stillti kór sér upp í garði hennar við Aragötu í Reykjavík og söng fyrir hana afmælissönginn í fallegri útsetningu. Þá flutti leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir ljóðið Gróðursetning eftir Guðmund Böðvarsson. Kolbrún Halldórsdóttir var í hópi þeirra sem söng fyrir Vigdísi í morgun. „Hún átti ekki von á þessu en kom brosandi út á tröppur og tók af miklu þakklæti við þessari morgungjöf,“ segir hún. Í kórnum voru margir vinir Vigdísar, líkt og til dæmis Páll Valsson, sem ritaði ævisögu hennar. „Það var náttúrulega erfitt að geta ekki knúsast en þetta var allt gert með lögbundnu millibili,“ segir Kolbrún. Afmæliskveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í dag. Í einni af fjölmörgum færir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra henni þakkir fyrir að hafa breytt íslensku samfélagi til hins betra. Rán Flygenring, rithöfundur, gaf í fyrra út myndasögubók um Vigdísi. Hún segir mikilvægt að kynna mikilsverð störf hennar fyrir nýjum kynslóðum. „Meginhugmyndin með þessari bók er að kynna hana fyrir krökkum núna, sem þekkja kannski nafnið en ekki endilega hver hún er og fyrir hvað hún stendur,“ segir Rán. Sjálf segist hún hafa alist upp við að sjálfgefið væri að kona væri þjóðarleiðtogi og var það ekki fyrr en hún fór að vinna í bókinni sem hún áttaði sig í raun á því hversu merkilegt það væri. „Og hvað hún er mikil þungavigtarkona á heimsvísu. Bæði hvað varðar kvenréttindi og svo hennar starf í þágu náttúrunnar. Það hversu snemma hún var talsmaður þess og svo bara þessi menningarbjarmi í kringum hana,“ segir Rán.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira