Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 18:50 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira