Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00