„Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 11:32 Dagbjört segist hafa verið í mikilli helgarneyslu en nú náð að vera edrú í sex mánuði. mynd/aðend „Ég byrjaði að semja Love Me stuttu eftir að ég tók ákvörðun um að verða edrú á ný í fyrra,“ segir samfélagsmiðlastjarnan og tónlistarmaðurinn Dagbjört Rúriksdóttir sem frumsýnir myndband við nýtt lag hennar á Vísi í dag. „Ég var algerlega búin á því á líkama og sál og upplifði mig sem mjög brotna manneskju í langan tíma og þráði samþykki frá öðru fólki jafn mikið og ég hafnaði sjálfri mér og því var aldrei neitt nógu gott fyrir mig sama hve mikið ég sóttist eftir því eða að ég eyðilagði fyrir sjálfri mér.“ Dagbjört segir að í undirmeðvitundinni hafi henni liðið eins og hún verið með lítið ljótt leyndarmál sem enginn mátti komast að. Upplifði andlegt ofbeldi frá nákomnum aðila „Það sem olli því var held ég eineltið í grunnskóla og ljót orð sem ég trúði ásamt andlegu ofbeldi frá nákomnum aðila. Því minna sem mér þótti vænt um sjálfa mig því verr fór ég með mig. Það veldur röngum ákvörðunum og mistökum sem viðhalda vítahringnum og þróa hann líka. Því lengur sem ég var í honum því meira vildi ég flýja þar til ég fékk ógeð af sjálfri mér.“ Í dag hefur hún verið edrú í sex mánuði eftir mikla helgarneyslu. „Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp og það var það sem ég gerði og um það snýst lagið. Að elska sjálfan sig uppá nýtt þrátt fyrir mistök, sýna sér samkennd í gegnum áföllin í staðinn fyrir að kvelja sig í fórnarlambaleik áfram. Ég vona að einhver tengi og að tónlistarmyndbandið hjálpi fleirum sem finna sig á sama stað að elska sjálfan sig og að vita það að þau ein ráða hvernig líf þeirra spilast út.“ Það var besta vinkona Dagbjartar, Álfrún Kolbrúnardóttir, sem tók upp myndbandið og leikstýrði. Tónlist Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Ég byrjaði að semja Love Me stuttu eftir að ég tók ákvörðun um að verða edrú á ný í fyrra,“ segir samfélagsmiðlastjarnan og tónlistarmaðurinn Dagbjört Rúriksdóttir sem frumsýnir myndband við nýtt lag hennar á Vísi í dag. „Ég var algerlega búin á því á líkama og sál og upplifði mig sem mjög brotna manneskju í langan tíma og þráði samþykki frá öðru fólki jafn mikið og ég hafnaði sjálfri mér og því var aldrei neitt nógu gott fyrir mig sama hve mikið ég sóttist eftir því eða að ég eyðilagði fyrir sjálfri mér.“ Dagbjört segir að í undirmeðvitundinni hafi henni liðið eins og hún verið með lítið ljótt leyndarmál sem enginn mátti komast að. Upplifði andlegt ofbeldi frá nákomnum aðila „Það sem olli því var held ég eineltið í grunnskóla og ljót orð sem ég trúði ásamt andlegu ofbeldi frá nákomnum aðila. Því minna sem mér þótti vænt um sjálfa mig því verr fór ég með mig. Það veldur röngum ákvörðunum og mistökum sem viðhalda vítahringnum og þróa hann líka. Því lengur sem ég var í honum því meira vildi ég flýja þar til ég fékk ógeð af sjálfri mér.“ Í dag hefur hún verið edrú í sex mánuði eftir mikla helgarneyslu. „Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp og það var það sem ég gerði og um það snýst lagið. Að elska sjálfan sig uppá nýtt þrátt fyrir mistök, sýna sér samkennd í gegnum áföllin í staðinn fyrir að kvelja sig í fórnarlambaleik áfram. Ég vona að einhver tengi og að tónlistarmyndbandið hjálpi fleirum sem finna sig á sama stað að elska sjálfan sig og að vita það að þau ein ráða hvernig líf þeirra spilast út.“ Það var besta vinkona Dagbjartar, Álfrún Kolbrúnardóttir, sem tók upp myndbandið og leikstýrði.
Tónlist Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira