Erlent

Háttsettur meðlimur sádiarabísku konungsfjölskyldunnar handtekinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mohammed bin Salman krónprins (t.v.) og Mohammed bin Nayef.
Mohammed bin Salman krónprins (t.v.) og Mohammed bin Nayef. Vísir/Getty

Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur látið handtaka einn æðsta meðlim sádiarabísku konungsfjölskyldunnar. Þá hafa tveir aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar verið handteknir að skipun prinsins. Ástæður handtakanna liggja ekki fyrir.

New York Times greinir frá þessu, og hefur eftir heimildamönnum að um sé að ræða Ahmed bin Abdulaziz, föðurbróður krónprinsins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans.

Mohammed bin Nayef hefur frá árinu 2017 verið í stofufangelsi að skipun bin Salman.

Erindreki Sáda í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað af hálfu New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×