Willum Þór er viss: Gummi Ben hefði spilað með stærstu liðum í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:00 Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn sem þeir unnu saman með Val sumarið 2007. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira