Sýningum á söngleiknum Frozen á Broadway í New York verður ekki fram haldið í haust þegar leikhúsin þar opna á ný.
Frá þessu greindi leikritadeild Disney í gær, en bandarískir fjölmiðlar segja Frozen þar með verða fyrsta uppsetningin á Broadway sem verður fórnarlamb kórónuveirunnar.
Söngleikurinn var frumsýndur í maí 2018 og hefur eftir það verið einn af vinsælustu sýningunum á Broadway. Sýningarnar urðu alls 851 og voru miðar seldir fyrir alls 155 milljónum Bandaríkjadala, um 23 milljarða íslenskra króna.
Leikhúsunum á og við Broadway var lokað um miðjan mars vegna kórónuveirunnar og nú í vikunni var tilkynnt að þau verði lokuð til að minnsta kosti september.
Búið er að fresta frumsýningu á fjölda verkum sem átti að frumsýna í vor fram á haustið, meðal annars Plaza suite með leikarahjónunum Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.