80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 12:35 Kjörstöðum í Milwaukee var fækkað úr 180 í fimm. AP/Morry Gash Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira