Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 12:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“ Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“
Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira