Innlent

Hvetur fjöl­skyldur til að hjálpast að við að finna út þýðingu orða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Vísir/Egill

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var á meðal gesta á daglegum upplýsingafundi almannvarna, landlæknis og sóttvarnalæknis í dag. Þar ræddi hann sérstaklega börn á þessum tímum en mörg börn upplifa kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins.

Hann hvattir meðal annars börn til að hreyfa sig. „Mín reynsla er sú að ef maður hreyfir sig daglega og tekur virkilega vel á því að þá svona ýtir maður kvíðanum og óttanum aðeins í burtu, segir Þorgrímur.

Þá lagði hann líka áherslu á það að börn séu dugleg að nýta tímann í að lesa en sérstakt átak er nú í gangi til að efla lestur barna. „Ekki bara lesa eins og oft er sagt að gera á einhverjum hraða. Heldur staldra við taka þau orð til hliðar sem krakkarnir skilja ekki og síðan á fjölskyldan að hjálpast að við að finna hvað orðið þýðir. Með þessum hætti þá læra börnin kannski tvö þrjú ný orð á dag. Þau ná betur tökum á skólanum sínum og lærdómi og betri tökum á sjálfum sér, fá sjálfstraust og þeim mun vegna betur. Þannig að læsi, hreyfing, hollur matur og svefn þessir fjórir þættir eru lykilatriði,“ segir Þorgrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×