Landspítalinn lokaður fyrir gestum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 17:50 Landspítalinn Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira