Fótbolti

Valinn leikmaður mánaðarins og fékk verðlaunin með dróna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Malcom var áður á mála hjá Barcelona áður en hann færði sig yfir til Rússlands.
Malcom var áður á mála hjá Barcelona áður en hann færði sig yfir til Rússlands. vísir/Epa

Brasilíumaðurinn Malcom sem leikur með Zenit frá Pétursborg í Rússlandi var valinn leikmaður mars mánaðar hjá félaginu. Ekki tókst að afhenda honum verðlaunin í persónu og því þurfti nýstárlegar leiðir til.

Malcom fékk nefnilega skilaboð frá félaginu um að hann þurfti að opna gluggann heima hjá sér í Pétursborg. Eftir að hafa opnað gluggann kom dróni fljúgandi inn um gluggann með verðlaunin.

Malcom hafði verið lengi frá vegna meiðsla en snéri til baka 29. febrúar og náði að leika þrjá heila leiki með liðinu áður en allt var stöðvað. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í síðasta leiknum gegn Ural fyrir hlé.

Allt er stopp í fótboltanum í Rússlandi eins og í nær öllum deildum Evrópu en síðustu leikirnir í deildinni voru leiknir 16. mars áður en allt var sett á ís. Zenit er á toppnum með níu stiga forskot er átta umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×