Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2020 18:30 Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum. Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum.
Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35