Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir nú eftir 27 ára gamalli konu, Söndru Líf Þórarinsdóttur Long en ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag.
Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. Sandra er 172 cm á hæð og er grannvaxin með mjög sítt rauðleitt hár.
Sandra er sögð hafa verið klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Þá hefur hún verið með svartan og gráan klút í hárinu og karrígulan hálsklút með blettatígursmynstri,
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Fréttin hefur verið uppfærð