Sannfærður um að Austurríkisfararnir hafi smitast fyrir flugferðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2020 17:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sannfærður um að fólkið hefur smitast fyrir flugferðina heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira