Fréttir

Áfram úrkoma víða um land

Andri Eysteinsson skrifar
Capture
Veðurstofan

Lítils háttar úrkomu er að vænta á Suður- og Suðvesturlandi framan af degi og éljum norðaustanlands í kvöld.

Vindur blæs úr norðaustan átt með 8-5 metrum á sekúndu. Vindur snýst í sunnanátt á morgun 8-13 metrar víðast hvar en 13-18 á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Suður- og Vesturlandi verður lítils háttar rigning eða súld. Hiti 0 til 7 stig.

Veðrið næstu daga

Á sunnudag (páskadagur):

Vaxandi sunnan- og suðvestanátt, víða 8-13 seinnipartinn. Þykknar upp en þurrt að kalla um landið vestanvert. Léttir til á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig suðvestanlands en frost 0 til 5 stig á Norðuraustur- og Austurlandi.

Á mánudag (annar í páskum):

Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og rigning fram eftir degi, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestanátt, skýjað og rigning með köflum S- og V-til, en bjart veður A-lands. Hiti 3 til 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×