Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 16:55 Gríðarlegt álag hefur verið á Kóralrifinu mikla vegna óvanalegra hlýinda undanfarnar vikur og mánuði. Kóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hitasveiflum. AP/Randy Bergman Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð. Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð.
Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira