Nýtur góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði Andri Eysteinsson skrifar 10. apríl 2020 11:36 Siglfirðingurinn Alma D. Möller settist niður með Heimi Karlssyni og ræddi meðal annars æskuárin. Vísir/Vilhelm „Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott. Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott.
Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira