Fremstur í kapphlaupinu að billjón dollurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 20:49 Bezos á mikið af peningum. Vísir/EPA Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða. Amazon Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira