Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. apríl 2020 19:00 Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés. Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés.
Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29