Fimm skiptingar leyfðar og Íslendingarnir gætu fallið Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 20:00 Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eru nokkuð frá fallsvæðinu og mæta Wolfsburg á laugardaginn. Samúel Kári Friðjónsson er með Paderborn í botnsætinu en liðið leikur afar mikilvægan leik við Dusseldorf á laugardaginn. SAMSETT/GETTY Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Keppni í frönsku deildinni hefur verið blásin af og enn er óvíst hvort og þá hvenær keppni í ensku, spænsku og ítölsku deildunum hefst að nýju, þó að stefnt sé að því að boltinn fari að rúlla í þeim deildum í júní. Aðeins 213 manns á hverjum leik Í Þýskalandi er hins vegar allt til reiðu. Leikmenn liðanna hafa verið aðskildir frá fjölskyldum og vinum, og aðeins fengið að vera á hóteli eða æfingasvæði síðustu vikuna. Sýni verða tekin af þeim reglulega til að kanna hvort þeir hafi smitast af Covid-19. Þeir mega ekki takast í hendur í leikjum og engar liðsmyndir verða teknar. Alls verða 213 manns á hverjum leik, þar af 98 í kringum völlinn (til að mynda leikmenn, þjálfarar, boltasækjarar og ljósmyndarar). Eftir fund þýsku deildarinnar í dag var tilkynnt að tímabilið myndi halda áfram fram yfir 30. júní ef þess gerðist þörf. Einnig var ákveðið að lið mættu gera fimm skiptingar, í samræmi við tímabundið leyfi sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, hefur gefið. Þetta er gert vegna þess mikla leikjaálags sem fram undan er svo að hægt sé að klára mót. Liðin eiga ýmist níu eða tíu leiki eftir á tímabilinu. Bayern München er á toppi deildarinnar og Robert Lewandowski markahæstur. Hér æfa Lewandowski og félagar í aðdraganda þess að keppni hefst að nýju í Þýskalandi.VÍSIR/GETTY Eitt félag vildi að hætt yrði við fall Keppni í þýsku 2. deildinni hefst einnig að nýju um helgina. Af 36 félögum í deildunum tveimur greiddi aðeins eitt atkvæði með því að lið myndu ekki falla úr deild á þessari leiktíð. Því munu tvö neðstu liðin í 1. deildinni falla, og liðið í 16. sæti fara í umspil við lið úr 2. deild upp á að forðast fall. Að sama skapi verður áfram keppt um þýska meistaratitilinn og Evrópusæti. Bayern München var á miklu skriði þegar hlé var gert á leiktíðinni og er á toppnum með 55 stig. Skammt undan eru Dortmund (51), RB Leipzig (50) og Borussia Mönchengladbach (49). Werder Bremen (18 stig) og Paderborn (16) eru í fallsætunum tveimur. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Paderborn. Fortuna Düsseldorf er í umspilsfallsæti með 22 stig. Paderborn og Düsseldorf mætast einmitt á laugardag en Samúel verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla, samkvæmt Fótbolta.net. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er með 27 stig í 14. sæti. Liðið mætir Wolfsburg á laugardaginn. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Keppni í frönsku deildinni hefur verið blásin af og enn er óvíst hvort og þá hvenær keppni í ensku, spænsku og ítölsku deildunum hefst að nýju, þó að stefnt sé að því að boltinn fari að rúlla í þeim deildum í júní. Aðeins 213 manns á hverjum leik Í Þýskalandi er hins vegar allt til reiðu. Leikmenn liðanna hafa verið aðskildir frá fjölskyldum og vinum, og aðeins fengið að vera á hóteli eða æfingasvæði síðustu vikuna. Sýni verða tekin af þeim reglulega til að kanna hvort þeir hafi smitast af Covid-19. Þeir mega ekki takast í hendur í leikjum og engar liðsmyndir verða teknar. Alls verða 213 manns á hverjum leik, þar af 98 í kringum völlinn (til að mynda leikmenn, þjálfarar, boltasækjarar og ljósmyndarar). Eftir fund þýsku deildarinnar í dag var tilkynnt að tímabilið myndi halda áfram fram yfir 30. júní ef þess gerðist þörf. Einnig var ákveðið að lið mættu gera fimm skiptingar, í samræmi við tímabundið leyfi sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, hefur gefið. Þetta er gert vegna þess mikla leikjaálags sem fram undan er svo að hægt sé að klára mót. Liðin eiga ýmist níu eða tíu leiki eftir á tímabilinu. Bayern München er á toppi deildarinnar og Robert Lewandowski markahæstur. Hér æfa Lewandowski og félagar í aðdraganda þess að keppni hefst að nýju í Þýskalandi.VÍSIR/GETTY Eitt félag vildi að hætt yrði við fall Keppni í þýsku 2. deildinni hefst einnig að nýju um helgina. Af 36 félögum í deildunum tveimur greiddi aðeins eitt atkvæði með því að lið myndu ekki falla úr deild á þessari leiktíð. Því munu tvö neðstu liðin í 1. deildinni falla, og liðið í 16. sæti fara í umspil við lið úr 2. deild upp á að forðast fall. Að sama skapi verður áfram keppt um þýska meistaratitilinn og Evrópusæti. Bayern München var á miklu skriði þegar hlé var gert á leiktíðinni og er á toppnum með 55 stig. Skammt undan eru Dortmund (51), RB Leipzig (50) og Borussia Mönchengladbach (49). Werder Bremen (18 stig) og Paderborn (16) eru í fallsætunum tveimur. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Paderborn. Fortuna Düsseldorf er í umspilsfallsæti með 22 stig. Paderborn og Düsseldorf mætast einmitt á laugardag en Samúel verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla, samkvæmt Fótbolta.net. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er með 27 stig í 14. sæti. Liðið mætir Wolfsburg á laugardaginn.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30
Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00
Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti