Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Viðar Ólason skrifar 10. apríl 2020 09:00 Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun