Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Viðar Ólason skrifar 10. apríl 2020 09:00 Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar