Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 08:23 Kortavelta snyrti- og rakarastofa hrundi á einni nóttu. Rannsóknasetur verslunarinnar Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og rakarastofa hverfa yfir nótt. Kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið, er fram kemur í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljarði samanborið við rúmar 800 milljónir í mars 2019. Hér má sjá þróun netverslunar í marsmánuði sem hlutfall af verslun í heild.Rannsóknasetur verslunarinnar Í mars jókst kortavelta í dagvöruverslunum og stórmörkuðum um tæp 12% á milli ára. Rannsóknasetrið telur að hér hafi áhrif að neysla í mötuneytum fyrirtækja og á veitingahúsum hafi minnkað til muna sem hafi líklega orðið til þess að þau kaup færist í kaup einstaklinga í matvöruverslunum. Kortavelta í áfengisverslun jókst um 22% Kortavelta í lyfja-, heilsu og snyrtivöruverslunum jókst um 18% á milli ára, og um heil 177% á netinu frá mars í fyrra. Loks jókst kortavelta í áfengisverslun um tæp 22% á milli ára og nam 2,2 milljörðum í mars síðastliðnum. Í raftækjaverslun jókst kortavelta í mars um 29% samanborið við sama mánuð í fyrra og nam tæpum tveimur milljörðum. Þá jókst kortavelta í byggingavöruverslun um 9% og nam 2,1 milljarði í liðnum marsmánuði. Þar að auki dróst eldsneytissala saman um 19% á milli ára í mars og nam 3,8 milljörðum í mánuðinum sem leið. Þjónustugreinar taka högg Innlend kortavelta veitingastaða dróst saman um 31% í mars á meðan menningartengd þjónusta svo sem söfn, tónleikastaðir, leikhús og bíó dróst saman um 32% samkvæmt kortaveltutölunum. Kortavelta snyrtistofa og áþekkra aðila dróst saman um 24% í mánuðinum sem leið en starfsemi þessara aðila var bönnuð með hertu samkomubanni þann 24. mars. Mikill samdráttur var í innlendri kortaveltu í flokkum ferðaþjónustu. Þannig minnkaði innlend kortavelta gistiþjónustu um 46% og ferðaskrifstofa um 82% í mars. Á sama tíma jókst innlend velta bílaleiga um 5,6% á milli ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og rakarastofa hverfa yfir nótt. Kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið, er fram kemur í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljarði samanborið við rúmar 800 milljónir í mars 2019. Hér má sjá þróun netverslunar í marsmánuði sem hlutfall af verslun í heild.Rannsóknasetur verslunarinnar Í mars jókst kortavelta í dagvöruverslunum og stórmörkuðum um tæp 12% á milli ára. Rannsóknasetrið telur að hér hafi áhrif að neysla í mötuneytum fyrirtækja og á veitingahúsum hafi minnkað til muna sem hafi líklega orðið til þess að þau kaup færist í kaup einstaklinga í matvöruverslunum. Kortavelta í áfengisverslun jókst um 22% Kortavelta í lyfja-, heilsu og snyrtivöruverslunum jókst um 18% á milli ára, og um heil 177% á netinu frá mars í fyrra. Loks jókst kortavelta í áfengisverslun um tæp 22% á milli ára og nam 2,2 milljörðum í mars síðastliðnum. Í raftækjaverslun jókst kortavelta í mars um 29% samanborið við sama mánuð í fyrra og nam tæpum tveimur milljörðum. Þá jókst kortavelta í byggingavöruverslun um 9% og nam 2,1 milljarði í liðnum marsmánuði. Þar að auki dróst eldsneytissala saman um 19% á milli ára í mars og nam 3,8 milljörðum í mánuðinum sem leið. Þjónustugreinar taka högg Innlend kortavelta veitingastaða dróst saman um 31% í mars á meðan menningartengd þjónusta svo sem söfn, tónleikastaðir, leikhús og bíó dróst saman um 32% samkvæmt kortaveltutölunum. Kortavelta snyrtistofa og áþekkra aðila dróst saman um 24% í mánuðinum sem leið en starfsemi þessara aðila var bönnuð með hertu samkomubanni þann 24. mars. Mikill samdráttur var í innlendri kortaveltu í flokkum ferðaþjónustu. Þannig minnkaði innlend kortavelta gistiþjónustu um 46% og ferðaskrifstofa um 82% í mars. Á sama tíma jókst innlend velta bílaleiga um 5,6% á milli ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira