Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2020 08:00 Ráðherrarnir Katrín, Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún á ársfundur Samtaka atvinnulífsins í fyrra. Þær fá allar ágæta launahækkun í sumar. visir/vilhelm Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun eða í kringum hundrað þúsund krónur á mánuði í janúar á þessu ári. Laun ráðherra hækka um ríflega hundrað þúsund krónur Laun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hækkuðu um 188 þúsund krónur. Laun forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar 70 þúsund krónur. Forystufólk ríkisstjórnarinnar kynna viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í Ráðherrabústað.visir/vilhelm Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þann 27. mars síðastliðinn þar sem kynnt var sérstaklega að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrðu fryst til áramóta. Hálf sagan sögð Flestir fjölmiðlar greindu samviskusamlega frá þessu en Vísir fékk ábendingu frá þingmanni um að þarna væri bara hálf sagan sögð. Vissulega stæði til að frysta hækkanir sem byggðu á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019. Ráðuneytisstjórar fá rausnarlega hækkun, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu þó mest en því embætti gegnir Bryndís Hlöðversdóttir.visir/vilhelm Hins vegar hefði ekki komið til hækkunar launavísitölu fyrir árið 2018 og var það lagað nú í upphafi árs. Þeirri hækkun hafði þá verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3 prósent. Varla þarf að fara mörgum orðum um það að efnahagslíf landsins er ein rjúkandi rúst vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða sem grípa hefur þurft til vegna hans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Lítill sem enginn áhugi á að lækka launin Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata fyrir um hálfum mánuði en hann barðist gegn afar umdeildri og mikilli hækkun á launum þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna á sínum tíma. Vísir innti Jón Þór eftir því hvort hann telji hugsanlega að launakjör þess hóps yrðu færð niður með það fyrir augum að hann deildi kjörum með öðrum hópum samfélagsins nú þegar efnahagslíf á almennum markaði er rjúkandi rúst. Jón Þór taldi hins vegar, að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn vilji ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg, uppsagnir og miklar kjaraskerðingar vegna hinnar djúpu efnahagslægðar sem blasir við. Þannig lítur launatafla umræddra hópa út eins og hún kemur fyrir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ef reiknivélinni er brugðið upp þýðir þetta að: Forseti Íslands hækkaði um: 188.055 krónur Þingfararkaup hækkaði um: 69.375 krónur Forsætisráðherra hækkaði um: 127.375 krónur Ráðherrar aðrir hækkaði um: 115.055 krónur Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti hækkaði um: 114.510 krónur Ráðuneytisstjórar aðrir hækkuðu um: 108.701 krónur Uppfært 09:10 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kemur fram að um afturvirka hækkun sé að ræða, en í athugasemd frá ráðuneytinu kemur fram að þessi launahækkun hefur þegar tekið gildi, eða 1. janúar. Fréttin hefur verið lagfærð í samræmi við það. Þá er greint frá því að annarri fyrirhugaðri launahækkun, sem fara átti fram í júlí, hafi verið frestað til næstu áramóta. Svar ráðuneytisins við fyrirspurninni var svohljóðandi: Meðfylgjandi er svar ráðuneytisins: Fyrirspurn: Spurningarnar eru þá sem sagt þessar: a) Stendur til að hækka laun umræddra hópa nú í sumar? b) Hversu mikil er hækkunin? c) Hvað eru umræddir hópar með í laun núna? d) Og hver verður launatala eftir hækkun í sumar? Svör: A og B Alþingi hefur samþykkt að hækkun sem samkvæmt lögum var áætluð 1. júlí 2020 verði frestað til 1. janúar 2021. Hún verður í samræmi við hækkun á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019 þegar hún liggur endanlega fyrir. Eftir samþykkt Alþingis barst ráðuneytinu erindi frá embætti forseta Íslands þar sem þess var óskað að laun forseta hækki ekki 1. júlí næstkomandi og verða þau því einnig fryst fram til 2021. Hækkun launa vegna hækkunar vísitölu ársins 2018 gildir frá 1. janúar 2020, skv. lögum en henni hafði verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3% Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 11:25 Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum 7. apríl 2020 18:40 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun eða í kringum hundrað þúsund krónur á mánuði í janúar á þessu ári. Laun ráðherra hækka um ríflega hundrað þúsund krónur Laun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hækkuðu um 188 þúsund krónur. Laun forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar 70 þúsund krónur. Forystufólk ríkisstjórnarinnar kynna viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í Ráðherrabústað.visir/vilhelm Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þann 27. mars síðastliðinn þar sem kynnt var sérstaklega að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrðu fryst til áramóta. Hálf sagan sögð Flestir fjölmiðlar greindu samviskusamlega frá þessu en Vísir fékk ábendingu frá þingmanni um að þarna væri bara hálf sagan sögð. Vissulega stæði til að frysta hækkanir sem byggðu á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019. Ráðuneytisstjórar fá rausnarlega hækkun, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu þó mest en því embætti gegnir Bryndís Hlöðversdóttir.visir/vilhelm Hins vegar hefði ekki komið til hækkunar launavísitölu fyrir árið 2018 og var það lagað nú í upphafi árs. Þeirri hækkun hafði þá verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3 prósent. Varla þarf að fara mörgum orðum um það að efnahagslíf landsins er ein rjúkandi rúst vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða sem grípa hefur þurft til vegna hans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Lítill sem enginn áhugi á að lækka launin Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata fyrir um hálfum mánuði en hann barðist gegn afar umdeildri og mikilli hækkun á launum þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna á sínum tíma. Vísir innti Jón Þór eftir því hvort hann telji hugsanlega að launakjör þess hóps yrðu færð niður með það fyrir augum að hann deildi kjörum með öðrum hópum samfélagsins nú þegar efnahagslíf á almennum markaði er rjúkandi rúst. Jón Þór taldi hins vegar, að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn vilji ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg, uppsagnir og miklar kjaraskerðingar vegna hinnar djúpu efnahagslægðar sem blasir við. Þannig lítur launatafla umræddra hópa út eins og hún kemur fyrir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ef reiknivélinni er brugðið upp þýðir þetta að: Forseti Íslands hækkaði um: 188.055 krónur Þingfararkaup hækkaði um: 69.375 krónur Forsætisráðherra hækkaði um: 127.375 krónur Ráðherrar aðrir hækkaði um: 115.055 krónur Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti hækkaði um: 114.510 krónur Ráðuneytisstjórar aðrir hækkuðu um: 108.701 krónur Uppfært 09:10 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kemur fram að um afturvirka hækkun sé að ræða, en í athugasemd frá ráðuneytinu kemur fram að þessi launahækkun hefur þegar tekið gildi, eða 1. janúar. Fréttin hefur verið lagfærð í samræmi við það. Þá er greint frá því að annarri fyrirhugaðri launahækkun, sem fara átti fram í júlí, hafi verið frestað til næstu áramóta. Svar ráðuneytisins við fyrirspurninni var svohljóðandi: Meðfylgjandi er svar ráðuneytisins: Fyrirspurn: Spurningarnar eru þá sem sagt þessar: a) Stendur til að hækka laun umræddra hópa nú í sumar? b) Hversu mikil er hækkunin? c) Hvað eru umræddir hópar með í laun núna? d) Og hver verður launatala eftir hækkun í sumar? Svör: A og B Alþingi hefur samþykkt að hækkun sem samkvæmt lögum var áætluð 1. júlí 2020 verði frestað til 1. janúar 2021. Hún verður í samræmi við hækkun á launavísitölu Hagstofunnar vegna ársins 2019 þegar hún liggur endanlega fyrir. Eftir samþykkt Alþingis barst ráðuneytinu erindi frá embætti forseta Íslands þar sem þess var óskað að laun forseta hækki ekki 1. júlí næstkomandi og verða þau því einnig fryst fram til 2021. Hækkun launa vegna hækkunar vísitölu ársins 2018 gildir frá 1. janúar 2020, skv. lögum en henni hafði verið frestað um 6 mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Launavísitala vegna ársins 2018 hækkaði um 6,3%
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 11:25 Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum 7. apríl 2020 18:40 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
„Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00
Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 5. apríl 2020 11:25
Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum 7. apríl 2020 18:40