Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2020 21:44 Víkurklettur sést fyrir miðri mynd en út frá honum verður varnargarðurinn lagður. Austustu húsin í Vík sjást neðst. Stöð 2/Einar Árnason. Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira