Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2020 21:44 Víkurklettur sést fyrir miðri mynd en út frá honum verður varnargarðurinn lagður. Austustu húsin í Vík sjást neðst. Stöð 2/Einar Árnason. Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira