Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 20:20 Nei, þetta er ekki vetrarbrautin. Bara heill haugur af stjörnum. skjáskot Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð
Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira