Innlent

Ekki rætt að lengja skólaár grunnskólabarna vegna kórónuveirunnar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Ekki hefur komið til umræðu að lengja skólaár grunnskólabarna vegna kórónuveirunnar.
Ekki hefur komið til umræðu að lengja skólaár grunnskólabarna vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hvernig framkvæmd verður á skólahaldi vegna þeirrar takmörkunar sem hefur verið síðustu vikur. Þá var einnig kynnt hvernig námslok starfsnámsnemenda og sveinsprófa verður.

Öðru máli gegnir hins vegar um grunnskólabörn þar sem skólastarf hefur raskast verulega og mun gera að minnsta kosti til 4. maí. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu skólaslit grunnskólabarna að vera í byrjun júní.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Sigurjón

Hvernig er hægt að vinna upp þennan langa tíma sem krakkarnir hafa misst úr skóla?

„Það er mjög mismunandi. Sumir skóla hafa náð að kenna fjölda tíma á hverjum degi. Aðrir ekki. Það fer eftir aðstæðum og nú er það okkar hlutverk, ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að fara yfir þessa stöðu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Grunnskólaslit eru venjulega í byrjun júní. Kemur til greina að lengja skólaárið?

„Við erum ekki komin þangað en við munum vilja, eins og við mögulega getum, tryggja það að halda utan um börnin okkar og að þau fái þá menntun sem þau eiga rétt á,“ segir Lilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×