Ítalíudraumur Nínu Bjarkar breyttist fljótt í martröð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. apríl 2020 09:00 Nína Björk Gunnarsdóttir giftist Aroni Karlssyni árið 2018. Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir flutti með fjölskylduna til Ítalíu í ágúst á síðasta ári. Nína Björk og eiginmaður hennar Aron Karlsson bjuggu í Bagni di Lucca sem er í 20 mínútna fjarlægð frá Lucca og höfðu dvalið þar í sjö mánuði þegar kórónuveiran fór að breiðast út á Ítalíu. Í samtali við Vísi segir Nína Björk að þau hafi ákveðið að flytja til Ítalíu vegna ýmissa viðskiptatækifæra en Ítalíuævintýrið breyttist hratt í martröð og eru þau flutt aftur heim til Íslands í bili. „Við erum að selja ítalskan marmara, erum með sveitagistingu í húsinu okkar og aðra sveitabæi, erum líka með margar glæsilegar villur á skrá hjá okkur á Ítalíu. Ég var búin að undirbúa fasteignamyndatökur í samstarfi við Remax og vera í sambandi við nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur sem höfðu áhuga á að búa til skemmtiferðir til Ítalíu,“ segir Nína Björk um Ítalíudvölina. Hún telur að faraldurinn hafi allt of seint verið tekinn alvarlega þar í landi. „Þau voru allt of lengi að grípa í taumana, hefðu átt að bregðast mun fyrr við, en það má samt segja um flest stjórnvöld fyrir utan Ísland og sárafá önnur lönd.“ Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Eyðublað nauðsynlegt til að komast út Fjölskyldan var í þrjár vikur í sóttkví á Ítalíu áður en þau yfirgáfu landið. „Við fengum póst frá utanríkisráðuneytinu um að við ættum að huga að brottför og byrja að pakka, áður en öll landamæri lokuðust. Þessi faraldur hefur lamað alla ferðaþjónustu á Ítalíu, eins og um allan heim. Það er mjög ólíklegt að þetta ástand jafni sig á Ítalíu fyrr en fyrsta lagi í haust, en flestir búast við því að þetta ástand geti varað lengur en það. Þannig að allt sem við vorum búin að undirbúa fyrir páska, vor, sumar og haust var þurrkað út eins og hendi væri veifað. En við erum búin að byggja upp góð sambönd á Ítalíu, sem við munum nýta áfram, þá bara á næsta ári.“ Hún segir að ástandið á Ítalíu hafi verið orðið hræðilegt. „Það voru engin staðfest smit í okkar bæ þegar við fórum, en það var nánast allt lokað nema matarbúðir og apótek, hleypt inn í hollum. Þegar við fórum út úr húsi þurfti að fylla út eyðublað með tilgangi ferðarinnar, því það mátti ekki yfirgefa heimilin nema til að sækja nauðsynjar eða í neyðartilfellum. Allir vinnustaðir voru lokaðir fyrir utan sjúkrahús. Vikuna áður en við fórum voru lögreglubílar farnir að keyra um göturnar með gjallarhorn og skipa fólki að vera inni.“ Nína Björk hefur kennt dóttur sinni heima á ítölsku frá því í byrjun mars.Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Voru ekki tilbúin að kveðja Háar sektir eru á Ítalíu fyrir að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda. „Það gekk á ýmsu, við vorum ekkert tilbúin að kveðja Ítalíu, en við vorum vissulega orðin einangruð heima, allt lokað. Vorum með stóra verönd og garð sem bjargaði okkur í fyrstu, þangað til að öllum var bannað að fara út úr húsi. Við byrjuðum að pakka 300 kílóum, en skildum slatta eftir. Það var ekkert annað í stöðunni en koma heim, því heilbrigðiskerfið á Ítalíu var sprungið og allt mjög sorglegt. Það var smá erfitt að finna út úr því hvernig við gætum komist til Íslands, þar sem búið var að loka öllum smærri flugvöllum á Ítalíu og byrjað að loka landamærum víðs vegar um Evrópu. Flugvöllurinn í Róm var enn þá opinn og við fundum flug til London.“ Fjölskyldan lenti á Íslandi þann 25. mars síðastliðinn og er nú í sóttkví á Íslandi. „Ferðalagið var erfitt með mikinn farangur, við sprittuðum okkur mikið og vorum með fullt af gúmmíhönskum. Fengum engar grímur þar sem allt var uppselt. Það var nánast enginn bíll á götunum nema trukkar og lögreglubílar þegar við keyrðum til Rómar. Flugvöllurinn í Róm var tómur, en hann er nánast alltaf stútfullur, okkur leið eins og Palli - einn í heiminum. Lentum síðan í London sem var mjög súrt, mér leið eins og enginn þar væri að passa sig eða skilja ástandið þangað til við ætluðum að bóka á flugvallarhótelið, því þau voru hætt að taka á móti bókunum og við áttum flug daginn eftir.“ Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Útúrtauguð með tárin í augunum Þau prófuðu að fara á fjögur mismunandi hótel með allan farangurinn með sér en fengu alltaf sömu svörin. „Embla mín sem er tíu ára var orðin verulega þreytt. Með tárin í augunum, örmagna og útúrtauguð settumst við niður í móttöku á einu af flugvallarhótelunum á Heathrow í tvær klukkustundir og reyndum allt til að bjarga þessu, sendum á fullt af hótelum og airbnb en fengum engin svör. Þá loksins kom hótelstjórinn á hótelinu og horfði á okkur með stórum augum, bauð okkur herbergi með einu skilyrði að segja engum frá, því hann gæti misst starfið sitt. Hótelið var að loka daginn eftir vegna faraldursins.“ Með grímur fyrir andlitinu komst fjölskyldan með flugi heim til Íslands. Egill, sonur Nínu Bjarkar, hafði þá komið bílnum þeirra út á Keflavíkurflugvöll. „Við rétt náðum að troða öllum farangrinum inn í bíl, keyrðum beinustu leið í lánshúsnæði. Tengdaforeldrar mínir voru svo yndisleg að leyfa okkur að vera þar í nokkra daga í byrjun tveggja vikna sóttkvíar. Við höfðum samband við fjölskylduna sem leigði íbúðina okkar á Íslandi skömmu áður en við komum. Þau voru svo góð og skilningsrík að finna sér annað húsnæði nánast innan viku, það standa allir saman á svona tímum, allir hjálpast að. Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Munu horfa á lífið með öðrum augum Synir Nínu Bjarkar og Arons hafa verið duglegir að sækja mat fyrir þau og svo hafa þau pantað mat á netinu. „Bróðir Arons kom til dæmis með eldað lambalæri með öllu tilheyrandi og setti á tröppurnar hjá okkur. Það leggja allir sitt að mörkum. Þakklæti er mér efst í huga. Erum núna að koma okkur fyrir í íbúðinni okkar og vinna í að setja upp nýja heimasíðu fyrir marmarann NAsteinar.is sem fer í loftið á næstu vikum. Göngutúrar og bíltúrar hafa verið dægrastytting hjá okkur undanfarnar vikur bæði hér og á Ítalíu, enda ekki mikið hægt í sóttkví. Nú hlýðum Víði enda ekkert annað í boði, förum varlega og virðum reglurnar, við erum öll almannavarnir. Það er erfitt að plana eitthvað þessa dagana, margt stopp í bili hjá okkur, tökum einn dag í einu. Þetta er búið að reyna á okkur, þar sem skólarnir á Ítalíu lokuðu 2. mars og við höfum þurft að sinna kennslu og námi Emblu gegn um vefinn, allt á Ítölsku. Við berum mikla virðingu fyrir kennarastéttinni, enda mikilvæg störf sem þeir vinna.“ Nína Björk segir að þeim líði ágætlega núna, búið sé að skima alla fjölskylduna og að ekkert þeirra hafi greinst jákvætt. „Þetta eru vissulega skrítnir tímar, en þetta mun taka enda og þá fer allt á fullt aftur. Við munum öll horfa á lífið með öðrum augum og gera okkur grein fyrir því að það er ekki allt sjálfsagt í þessu lífi. Þetta mun styrkja alla, auka þolinmæði og samkennd.“ Hún er alls ekki búin að gefa Ítalíudrauminn upp á bátinn þó að ævintýrið verði hugsanlega ekki í þeirri mynd sem þau höfðu lagt af stað með. „Við munum alltaf vera með annan fótinn á Ítalíu, höldum að sjálfsögðu áfram með allt okkar þar um leið og þessi hörmung gengur yfir. Ég elska Ítalíu, allt þar er gott og fallegt, yndislegt og gott fólk, maturinn, menningin, fegurðin. La Vita Bella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Íslendingar erlendis Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira
Ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir flutti með fjölskylduna til Ítalíu í ágúst á síðasta ári. Nína Björk og eiginmaður hennar Aron Karlsson bjuggu í Bagni di Lucca sem er í 20 mínútna fjarlægð frá Lucca og höfðu dvalið þar í sjö mánuði þegar kórónuveiran fór að breiðast út á Ítalíu. Í samtali við Vísi segir Nína Björk að þau hafi ákveðið að flytja til Ítalíu vegna ýmissa viðskiptatækifæra en Ítalíuævintýrið breyttist hratt í martröð og eru þau flutt aftur heim til Íslands í bili. „Við erum að selja ítalskan marmara, erum með sveitagistingu í húsinu okkar og aðra sveitabæi, erum líka með margar glæsilegar villur á skrá hjá okkur á Ítalíu. Ég var búin að undirbúa fasteignamyndatökur í samstarfi við Remax og vera í sambandi við nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur sem höfðu áhuga á að búa til skemmtiferðir til Ítalíu,“ segir Nína Björk um Ítalíudvölina. Hún telur að faraldurinn hafi allt of seint verið tekinn alvarlega þar í landi. „Þau voru allt of lengi að grípa í taumana, hefðu átt að bregðast mun fyrr við, en það má samt segja um flest stjórnvöld fyrir utan Ísland og sárafá önnur lönd.“ Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Eyðublað nauðsynlegt til að komast út Fjölskyldan var í þrjár vikur í sóttkví á Ítalíu áður en þau yfirgáfu landið. „Við fengum póst frá utanríkisráðuneytinu um að við ættum að huga að brottför og byrja að pakka, áður en öll landamæri lokuðust. Þessi faraldur hefur lamað alla ferðaþjónustu á Ítalíu, eins og um allan heim. Það er mjög ólíklegt að þetta ástand jafni sig á Ítalíu fyrr en fyrsta lagi í haust, en flestir búast við því að þetta ástand geti varað lengur en það. Þannig að allt sem við vorum búin að undirbúa fyrir páska, vor, sumar og haust var þurrkað út eins og hendi væri veifað. En við erum búin að byggja upp góð sambönd á Ítalíu, sem við munum nýta áfram, þá bara á næsta ári.“ Hún segir að ástandið á Ítalíu hafi verið orðið hræðilegt. „Það voru engin staðfest smit í okkar bæ þegar við fórum, en það var nánast allt lokað nema matarbúðir og apótek, hleypt inn í hollum. Þegar við fórum út úr húsi þurfti að fylla út eyðublað með tilgangi ferðarinnar, því það mátti ekki yfirgefa heimilin nema til að sækja nauðsynjar eða í neyðartilfellum. Allir vinnustaðir voru lokaðir fyrir utan sjúkrahús. Vikuna áður en við fórum voru lögreglubílar farnir að keyra um göturnar með gjallarhorn og skipa fólki að vera inni.“ Nína Björk hefur kennt dóttur sinni heima á ítölsku frá því í byrjun mars.Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Voru ekki tilbúin að kveðja Háar sektir eru á Ítalíu fyrir að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda. „Það gekk á ýmsu, við vorum ekkert tilbúin að kveðja Ítalíu, en við vorum vissulega orðin einangruð heima, allt lokað. Vorum með stóra verönd og garð sem bjargaði okkur í fyrstu, þangað til að öllum var bannað að fara út úr húsi. Við byrjuðum að pakka 300 kílóum, en skildum slatta eftir. Það var ekkert annað í stöðunni en koma heim, því heilbrigðiskerfið á Ítalíu var sprungið og allt mjög sorglegt. Það var smá erfitt að finna út úr því hvernig við gætum komist til Íslands, þar sem búið var að loka öllum smærri flugvöllum á Ítalíu og byrjað að loka landamærum víðs vegar um Evrópu. Flugvöllurinn í Róm var enn þá opinn og við fundum flug til London.“ Fjölskyldan lenti á Íslandi þann 25. mars síðastliðinn og er nú í sóttkví á Íslandi. „Ferðalagið var erfitt með mikinn farangur, við sprittuðum okkur mikið og vorum með fullt af gúmmíhönskum. Fengum engar grímur þar sem allt var uppselt. Það var nánast enginn bíll á götunum nema trukkar og lögreglubílar þegar við keyrðum til Rómar. Flugvöllurinn í Róm var tómur, en hann er nánast alltaf stútfullur, okkur leið eins og Palli - einn í heiminum. Lentum síðan í London sem var mjög súrt, mér leið eins og enginn þar væri að passa sig eða skilja ástandið þangað til við ætluðum að bóka á flugvallarhótelið, því þau voru hætt að taka á móti bókunum og við áttum flug daginn eftir.“ Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Útúrtauguð með tárin í augunum Þau prófuðu að fara á fjögur mismunandi hótel með allan farangurinn með sér en fengu alltaf sömu svörin. „Embla mín sem er tíu ára var orðin verulega þreytt. Með tárin í augunum, örmagna og útúrtauguð settumst við niður í móttöku á einu af flugvallarhótelunum á Heathrow í tvær klukkustundir og reyndum allt til að bjarga þessu, sendum á fullt af hótelum og airbnb en fengum engin svör. Þá loksins kom hótelstjórinn á hótelinu og horfði á okkur með stórum augum, bauð okkur herbergi með einu skilyrði að segja engum frá, því hann gæti misst starfið sitt. Hótelið var að loka daginn eftir vegna faraldursins.“ Með grímur fyrir andlitinu komst fjölskyldan með flugi heim til Íslands. Egill, sonur Nínu Bjarkar, hafði þá komið bílnum þeirra út á Keflavíkurflugvöll. „Við rétt náðum að troða öllum farangrinum inn í bíl, keyrðum beinustu leið í lánshúsnæði. Tengdaforeldrar mínir voru svo yndisleg að leyfa okkur að vera þar í nokkra daga í byrjun tveggja vikna sóttkvíar. Við höfðum samband við fjölskylduna sem leigði íbúðina okkar á Íslandi skömmu áður en við komum. Þau voru svo góð og skilningsrík að finna sér annað húsnæði nánast innan viku, það standa allir saman á svona tímum, allir hjálpast að. Mynd/Nína Björk Gunnarsdóttir Munu horfa á lífið með öðrum augum Synir Nínu Bjarkar og Arons hafa verið duglegir að sækja mat fyrir þau og svo hafa þau pantað mat á netinu. „Bróðir Arons kom til dæmis með eldað lambalæri með öllu tilheyrandi og setti á tröppurnar hjá okkur. Það leggja allir sitt að mörkum. Þakklæti er mér efst í huga. Erum núna að koma okkur fyrir í íbúðinni okkar og vinna í að setja upp nýja heimasíðu fyrir marmarann NAsteinar.is sem fer í loftið á næstu vikum. Göngutúrar og bíltúrar hafa verið dægrastytting hjá okkur undanfarnar vikur bæði hér og á Ítalíu, enda ekki mikið hægt í sóttkví. Nú hlýðum Víði enda ekkert annað í boði, förum varlega og virðum reglurnar, við erum öll almannavarnir. Það er erfitt að plana eitthvað þessa dagana, margt stopp í bili hjá okkur, tökum einn dag í einu. Þetta er búið að reyna á okkur, þar sem skólarnir á Ítalíu lokuðu 2. mars og við höfum þurft að sinna kennslu og námi Emblu gegn um vefinn, allt á Ítölsku. Við berum mikla virðingu fyrir kennarastéttinni, enda mikilvæg störf sem þeir vinna.“ Nína Björk segir að þeim líði ágætlega núna, búið sé að skima alla fjölskylduna og að ekkert þeirra hafi greinst jákvætt. „Þetta eru vissulega skrítnir tímar, en þetta mun taka enda og þá fer allt á fullt aftur. Við munum öll horfa á lífið með öðrum augum og gera okkur grein fyrir því að það er ekki allt sjálfsagt í þessu lífi. Þetta mun styrkja alla, auka þolinmæði og samkennd.“ Hún er alls ekki búin að gefa Ítalíudrauminn upp á bátinn þó að ævintýrið verði hugsanlega ekki í þeirri mynd sem þau höfðu lagt af stað með. „Við munum alltaf vera með annan fótinn á Ítalíu, höldum að sjálfsögðu áfram með allt okkar þar um leið og þessi hörmung gengur yfir. Ég elska Ítalíu, allt þar er gott og fallegt, yndislegt og gott fólk, maturinn, menningin, fegurðin. La Vita Bella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Íslendingar erlendis Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira