Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 16:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira