Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 16:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent