Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2020 13:13 Gréta er afar ánægð með að fá flug heim til Íslands. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flug Icelandair frá Alicante. „Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin. Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin.
Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira