„Þetta er mjög djúp kreppa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira