„Þetta er mjög djúp kreppa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira