Póstinum gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 13:39 Brot Íslandspósts sneru að fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Vísir/Vilhelm Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira