Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 12:18 Icelandair flýgur enn til London og Boston nokkuð reglulega. Þá verða ferðir í næstu viku frá Alicante og um Stokkhólm í næstu viku. Vísir/Vilhelm Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira