Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 11:44 Aftakaveður er og hefur verið á landinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. LANDSBJÖRG Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG
Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira