Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 11:44 Aftakaveður er og hefur verið á landinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. LANDSBJÖRG Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG
Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira