Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 16:26 Lögreglumennirnir sem kallaðir voru á vettvang voru settir í úrvinnslusóttkví þar sem grunur lék á kórónuveirusmiti meðal farþega bílsins sem valt. vísir/vilhelm Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt. Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt.
Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13