Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 22:30 Keflavíkurflugvöllur er mannlaus þessa dagana. Vísir/Egill Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira