Samningsaðilar finni til ábyrgðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 19:40 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Friðrik Þór Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira