Samningsaðilar finni til ábyrgðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 19:40 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Friðrik Þór Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira