Skammastu þín Þórður Snær! Svanur Guðmundsson skrifar 3. apríl 2020 16:06 Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun