Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 12:56 Flugfreyjur við hús ríkissáttasemjara. Vísir/Birgir Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug. Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug.
Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira